„Svona mál eru auðvitað mjög flókin og viðkvæm“

Katrín Jakobsdóttir svaraði fyrirspurn Tómasar A. Tómassonar, þingmanns flokks fólksins, …
Katrín Jakobsdóttir svaraði fyrirspurn Tómasar A. Tómassonar, þingmanns flokks fólksins, um forsjármál Eddu. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forsjárdeilu Eddu Bjarkar Arnarsdóttur, sem hef­ur nú verið hand­tek­in í krafti nor­rænn­ar hand­töku­skip­un­ar, vera mjög flókna og viðkvæma.

Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins, á þingfundi í dag.

Edda nam syni sína brott í mars síðasta árs eftir að norskur dóm­stóll úr­sk­urðaði að drengirnir þrír skyldu hafa lögheimili hjá föður þeirra í Noregi. Í gær var hún handtekin eftir að lögregla hafði lýst eftir henni. 

Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, spurði forsætisráðherra út í forsjárdeiluna.
Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, spurði forsætisráðherra út í forsjárdeiluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byggir á framsalssamningi við Noreg

Tómas spurði m.a. að því hvernig svo mætti vera að stjórnvöld ákvæðu að framselja íslenskan ríkisborgara til Noregs, þar sem „dómsmál viðkomandi er ekki einu sinni komið á dagskrá“.

Einnig spurði hann hvers vegna stjórnvöld beittu „ekki meðalhófi“ við framsal og hvers vegna auglýst væri eftir Eddu með nafni og mynd, „ólíkt því sem gengur og gerist þegar lögreglan auglýsir eftir þeim sem brjóta hegningarlög“.

Edda Björk Arnarsdóttir hefur verið handtekin í krafti nor­rænn­ar hand­töku­skip­un­ar.
Edda Björk Arnarsdóttir hefur verið handtekin í krafti nor­rænn­ar hand­töku­skip­un­ar. Ljósmynd/Aðsend

Katrín tók það strax fram í svari sínu að hún hefði ekki neinar nákvæmar upplýsingar málið umfram það sem hafði komið fram í fjölmiðlum.

„Hvað varðar framsal til Noregs þá væntanlega byggir það á því að Ísland og Noregur eru með framsalssamning sín á milli, sem væntanlega er fylgt í þessum efnum,“ sagði Katrín en í seinna svari bætti hún við að lögreglan á Íslandi væri væntanlega einnig bundin evrópsku handtökutilskipuninni í þessu tiltekna máli.

„Flókin og viðkvæm“ mál

Tómas velti því einnig fyrir sér hvort lög hefðu verið brotin af hálfu lögreglu.

„Ef lög hafa verið brotin […] þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að taka til skoðunar af hálfu dómsmálaráðherra hæstvirts og dómsmálaráðuneytis,“ sagði forsætisráðherra, sem kvaðst aftur á móti ekki geta tjáð mig um það hvort lög hefðu verið brotnar þar sem hú þekkti ekki efnisatriðin. „En að sjálfsögðu mun ég grennslast fyrir um þau.“

„Svona mál eru auðvitað mjög flókin og viðkvæm,“ sagði Katrín.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Mikilvægt að Barnasáttmálanum sé fylgt

Tómas tók þá aftur til máls og ítrekaði fyrri spurningar um hverra hagsmuna væri gætt „með þessu offorsi“.

„Það sem skiptir öllu máli er að hafa í huga hagsmuni barnanna að gera það sem er þeim fyrir bestu. Stjórnvöld verða ávallt hafa í huga barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ sagði þingmaðurinn.

„Munu íslensk stjórnvöld virða vilja barnanna eða senda þau brott úr landi gegn vilja þeirra?“

Í seinna svari sínu kvaðst Katrín taka undir með þingmanninum um að það væri mikilvægt að Barnasáttmálanum væri fylgt:

„Það er mjög mikilvægt að hagsmunir barna séu alltaf í fyrirrúmi í slíkum málum og að Barnasáttmálanum sé fylgt þegar verið er að takast á við flókin mál. Þannig að ég get ekki sagt annað hér af því að ég þekki ekki gjörla efnisatriði málsins en að ég muni grennslast fyrir um þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert