„Allt gengið eftir áætlun“

Vinna við mastrið er hafin.
Vinna við mastrið er hafin. Ljósmynd/Landsnet

Stjórnstöð Landsnets tók Svartsengislínu úr rekstri í morgun. Orkuverið í Svartsengi er því ekki lengur tengt inn á flutningskerfið fyrirtækisins. 

„Allt hefur gengið eftir áætlun, varaaflskeyrslan í Grindavík gengur að óskum og við erum byrjuð að vinna við mastrið. Við vonumst til að dagurinn gangi vel eftir og að við klárum á tilsettum tíma,” segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

Landsnet reis­ir í dag nýtt mast­ur við varn­argarðinn sem verið er að reisa í kring­um Svartsengi. Fólk og fyr­ir­tæki í Grinda­vík eru beðin um að tak­marka orku­notk­un í dag til að allt gangi að ósk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert