Banaslys í Ytri-Njarðvík

Á tólfta tímanum í dag fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um alvarlegt vinnuslys við Fitjabraut í Reykjanesbæ. Ljóst var þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang að um banaslys var að ræða.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að unnið sé að rannsókn málsins.

Að sögn sjónarvottar var fjöldi lögreglubíla kallaður til að Fitjabraut, nálægt höfninni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögreglan á Suðurnesjum var með viðbúnað við höfnina í Ytri-Njarðvík …
Lögreglan á Suðurnesjum var með viðbúnað við höfnina í Ytri-Njarðvík í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert