Staða íslenskrar tungu verður rædd á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis nú í morgunsárið.
Gestir fundarins verða Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ásamt Hallgrími J. Ámundasyni sérfræðingi, Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur sérfræðingi og Óttari Kolbeinssyni Proppé sérfræðingi.
Fundurinn hefst kl. 9.10 og hægt verður að fylgjast með beinu streymi hér að neðan.