Framlengja drónabann við Grindavík

Almannavarnir hafa framlengt flug- og drónabann yfir Grindavík sem tók …
Almannavarnir hafa framlengt flug- og drónabann yfir Grindavík sem tók gildi 12. nóvember. Kort/Isavia

Almannavarnir hafa tekið ákvörðun um að framlengja flug- og drónabann yfir Grindavík.

Þetta tilkynna almannavarnir á bandaríska miðlinum Facebook.

Fram kemur að vegna áframhaldandi jarðhræringa í grennd við Grindavík hafi verið tekin ákvörðun að beiðni samhæfingarstöðvar almannavarna, fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurnesjum, um að framlengja bannið til 15. desember. 

Vísa til öryggis og svigrúms fyrir vísindaflug

Fullyrt er að banninu, sem tók gildi 12. nóvember, sé ætlað að tryggja öryggi og svigrúm fyrir tafarlaust vísindaflug og aðrar aðkallandi aðgerðir sem snúi að jarðhræringum á svæðinu. 

Í tilkynningunni er þó tekið fram að gegn skráningu og tilkynningaskyldu geti fjölmiðlar sótt um undanþágu til drónaflugs undir 60 metrum yfir sjávarmáli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert