Kveður Geislavarnir eftir 38 ára starfsferil

Sigurður M. Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Geislavarna.
Sigurður M. Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Geislavarna. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna til 38 ára lætur af störfum í dag, 30. nóvember. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi.

Greint er frá þessu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Nýr forstjóri Geislavarna er ElísabetDolinda Ólafsdóttir. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Forstjóri frá upphafi

Sigurður hefur veitt Geislavörnum ríkisins forstöðu allt frá upphafi stofnunarinnar. Hann hefur því leitt stofnunina og starfsemi hennar frá upphafi í samræmi við þau einföldu en skýru skilaboð sem fram komu í skipunarbréfi hans, um að halda stjórnskipunarlög ríkisins og vinna störf sín af árvekni og trúmennsku.

Fyrsta íslenska löggjöfin um geislavarnir; lög um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislun frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, var samþykkt á Alþingi árið 1962.

Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra nefnd að tillögu landlæknis um framkvæmd laganna. Geislavarnastarfið var framan af nátengt röntgendeild Landspítala, enda umsvifin mest þar á þessu sviði við röntgenrannsóknir og geislalækningar. Með lögum nr. 50/1982 var Hollustuvernd ríkisins falið að annast geislavarnir og gilti það fyrirkomulag til ársins 1986 þegar Geislavarnir ríkisins voru settar á fót sem sjálfstæð lögbundin stofnun, undir yfirstjórn heilbrigðismálaráðherra,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert