Orkuverið í Svartsengi tengt að nýju

Orkuverið í Svartsengi hefur verið tengt að nýju.
Orkuverið í Svartsengi hefur verið tengt að nýju. mbl.is/Eyþór

Orkuverið í Svartsengi hefur verið tengt að nýju.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem HS Orka sendi frá sér í kvöld. 

Í tilkynningunni segir að Svartsengislína 1, sem liggi á milli Svartsengis og Rauðamels, sé nú komin aftur í rekstur eftir að gerðar voru breytingar á möstrum hennar vegna byggingar varnargarða í Svartsengi. 

Í morgun var línan á milli Svartsengis og Rauðamels tekin úr rekstri vegna framkvæmdanna, en í kjölfarið var Grindavík frátengd Svartsengi og keyrð á varaafli. Tengingunni hefur nú verið komið aftur á og slökkt hefur verið á varaaflinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert