Varaaflsvélasystur sjá Grindavík fyrir rafmagni í dag

Grindavík verður keyrð á varaafli í dag.
Grindavík verður keyrð á varaafli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjár varaaflsvélasystur í eigu Landsnet, Grímsey, Hrísey og Brákey, munu sjá Grindavík fyrir rafmagni í dag. Orkuverkið í Svartsengi verður aftengt frá flutningskerfinu í dag á meðan Landsnet reisir nýtt mastur við varnargarðinn sem verið er að reisa í kringum Svartsengi.

Vélarnar verða staðsettar á hafnarsvæðinu og get annað 3,5 megavöttum sem eiga að geta séð Grindavík fyrir því rafmagni sem þörf er á.

Reiknað með 12 klukkustunda vinnu

Fólk og fyrirtæki í Grindavík eru beðin um að takmarka orkunotkun í dag svo að allt gangi að óskum. 

Verkið hófst núna klukkan átta í morgun og er reiknað með að það taki 12 klukkustundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert