Vel er boðið í Dimmalimm

Upprunaleg útgáfa af Dimmalimm er nú á uppboði.
Upprunaleg útgáfa af Dimmalimm er nú á uppboði.

Íslendingar hafa ekki gleymt sögunni um Dimmalimm sem Bílddælingurinn Guðmundur Thorsteinsson eða Muggur skrifaði árið 1921. Meira en öld er liðin frá því Muggur skrifaði og teiknaði söguna en bókin kom út árið 1942.

Langmestur áhugi er á frumeintaki af Dimmalimm af þeim fjölmörgu bókum sem boðnar eru upp þessa dagana hjá Gallerí Fold. Verslunin Bókin stendur fyrir uppboðinu og er matsverðið 45 þúsund. Mörg tilboð hafa borist og þegar þetta var skrifað í gær var hæsta boð 95 þúsund krónur en uppboðinu lýkur á sunnudaginn.

Ari Gísli Bragason, bóksali hjá Bókinni, reynist ef til vill sannspár en hann spáði því í blaðinu á dögunum að bókin gæti jafnvel selst á tvö- eða þreföldu matsverði.

„Dimmalimm hefur vinninginn enn sem komið er þótt sæmilegur gangur sé á flestu sem boðið er upp. Dimmalimm virðist fylgja kynslóðunum og reglulega er fólk minnt á þessa fallegu sögu. Yfirleitt er mest boðið síðasta daginn eða síðustu helgina í svona netuppboði þótt það sé ekki algilt. Verðið gæti því átt eftir að hækka,“ segir Ari og bendir á að kanna megi ástand bókanna hjá Fold.

Ari nefnir einnig að á uppboðinu megi finna bækur með bókbandi eftir Unni Stefánsdóttur sem var með bókbandsstofu í Grjótaþorpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert