110 skjálftar við kvikuganginn

Rétt fyrir klukkan 8 í dag höfðu 110 skjálftar mælst …
Rétt fyrir klukkan 8 í dag höfðu 110 skjálftar mælst frá miðnætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 110 jarðskjálftar mældust við kvikuganginn sem liggur frá Sundhnúkagígum í gegnum Grindavík í nótt. 

Allir skjálftarnir eru undir 1,5 að stærð. 

Hægst hefur mikið á skjálftavirkni við kvikuganginn á undanförnum dögum en hratt landris mælist þó enn við Svartsengi. Kvika streymir þar inn á nýju en land tók aftur að rísa skömmu eftir 10. nóvember þegar kvikan hljóp austur undir Grindavíkurveg og í Sundhnúkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert