#1 Fyrsti þáttur Spursmála

Nýi umræðuþátturinn Spursmál hefur hafið göngu sína hér á mbl.is. Viðmælendur fyrsta þáttar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem tókust hart á í þessum fyrsta þætti.

Auk þeirra ræðir Stefán Einar Stefánsson þáttarstjórnarndi við Ragnhildi Sverrisdóttur, fyrrum fréttastjóra á Morgunblaðinu sem nú starfar hjá Landsvirkjun, og Snorra Másson, ritstjóra Ritstjóra, um það sem var efst á baugi í líðandi viku.

Þátturinn verður öllum aðgengilegur og sýndur í beinu streymi alla föstudaga kl. 14 og aðgengilegur í streymi eftir það.

Stefán Einar Stefánsson er umsjónarmaður Spursmála.
Stefán Einar Stefánsson er umsjónarmaður Spursmála. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þórdís og Kristrún Frostadóttir tókust hart á í fyrsta þætti.
Þórdís og Kristrún Frostadóttir tókust hart á í fyrsta þætti. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert