20 tilnefningar til Kraumsverðlaunanna

Verðlaunahafar Kraumsverðlaunanna á síðasta ári.
Verðlaunahafar Kraumsverðlaunanna á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Tuttugu hljómsveitir og listamenn voru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna í ár, árlegra plötuverðlauna velgerðarsjóðs, sem verða afhent síðar í mánuðinum.  

Kraumsverðlaunin verða afhent í sextánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Stór hluti að koma fram með sína fyrstu breiðskífu

Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár, og skipa þar með Kraumslistann 2023. Það sem einkennir tilnefningarnar í ár er gríðarmikil fjölbreytni, þar sem sú gróska sem ríkir í íslensku tónlistarlífi á sviði popp, rokk, jazz, teknó, hip hop, þjóðlaga og tilraunatónlistar er hampað.

Stór hluti þeirra listamanna sem eru tilnefnd til Kraumsverðlaunanna 2023 eru að koma fram á sjónasviðið með sínar fyrstu breiðskífum. Eru þetta: Apex Anima, Elín Hall, Eva808, ex.girls, Flexi lyfseðill, Flyguy, Ingibjörg Elsa Turchi, Intr0beatz, Jadzia, Jelena Ciric, Kári, Laufey, Lúpína, MSEA, Neonme, Skorri, Spacestation, Sunna Margrét og Xiupill.

Verðlaunin ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu

Kraumsverðlaunum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa rúmlega áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum, frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2008.

Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir plötur sínar eru; Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert