Banaslysið enn til rannsóknar

Njarðvíkurhöfn
Njarðvíkurhöfn Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar enn banaslys sem varð við Fitjabraut í Reykjanesbæ í gær. 

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. 

„Rannsókninni miðar vel áfram, ég get svo sem ekki sagt meira en það.“

Hann staðfesti að um vinnuslys væri að ræða en kvaðst ekki geta gefið upp nánari upplýsingar um slysið, né nafn hins látna að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert