Breytingar Creditinfo til skoðunar hjá ráðuneytinu

Lilja segir málið til skoðunar innan ráðuneytisins.
Lilja segir málið til skoðunar innan ráðuneytisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðferð Cred­it­in­fo á viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um um fjár­hag ein­stak­linga er til skoðunar innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. 

Í til­kynn­ingu á vef Neyt­enda­sam­tak­anna, sem birt var í gær, seg­ir að meðferð Cred­it­in­fo á viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um um fjár­hag ein­stak­linga gæti farið á svig við lög og starfs­leyfi fjár­hags­upp­lýs­inga­fyr­ir­tæk­is­ins. 

Telja Creditinfo hafa farið á svig við lög

Kalla Neytendasamtökin og VR því eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera út­tekt á virkni láns­hæf­is­mats Cred­it­in­fo. Telja þau að Cred­it­in­fo hafi farið á svig við lög og hafa sent Per­sónu­vernd er­indi þess efn­is og óskað eft­ir flýtimeðferð. 

Aðspurð segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, málið til skoðunar innan ráðuneytisins. 

Jafnframt var leitað til dómsmálaráðherra, sem kveðst ekki munu tjá sig um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert