Edda Björk framseld til Noregs

Ljósmynd/Aðsend

Edda Björk Arnardóttir, sem var handtekin á þriðjudag og úrskurðuð í gæsluvarðhald, var framseld til yfirvalda í Noregi síðdegis í dag. Landsréttur hafði þá staðfest ákvörðun héraðsdóms um framsalið.

Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu ríkisútvarpsins.

Tóku við henni á flugvellinum

Á vef ríkismiðilsins segir að Edda hafi verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði til Keflavíkur í morgun.

Þar áður hafi hún fengið að pakka eigum sínum. Þá hafi hún verið flutt á flugvöllinn þar sem norskir lögreglumenn tóku við henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert