Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, ræðir við Dagmál mbl.is um aðstæður í Grindavík.
Benedikt segir að svo lengi sem eldstöðvakerfið sé opið og jarðhræringar haldi áfram umhverfis Grindavík sé það flókin ákvörðun að leyfa fólki að sofa í bænum.
Þá segir hann ómögulegt að fullyrða um að Grindavík sé í minni hættu þó landris mælist helst við Svartsengi.