Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli manns á fertugsaldri, Elvars Más Halldórssonar, og dæmt hann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot.
Héraðsdómur kvað upp sinn dóm í apríl á þessu ári en málinu var áfrýjað og féll dómur Landréttar í dag.
Elvar Már var sakfelldur fyrir skjalafals, nytjastuldi, rangar sakargiftir, fíkniefnalagabrot, þjófnaðarbrot, brot gegn lögreglulögum og margvísileg umferðalagabrot.
Meðal brota Elvars var að hafa í október í fyrra broist inn í skartgripaverslun og stolið þaðan skartgripum fyrir tvær milljónir. Þá gaf hann upp nafn annars manns þegar lögregla hafði afskipti af honum og leitaðist þar með við að koma sök á ótengdan mann.
Þá braust Elvar, í félagi við annan mann, inn og stal lyklum af bifreiðum og tók þaðan bifreiðar í heimildarleysi. Einnig var hann stöðvaður í nokkur skipti fyrir að keyra án réttinda og undir áhrifum.
Þá braust hann einnig inn í þrígang og stal m.a. spjaldtölvu, verkfæraskáp og hlaupahjólum
Í dómi Landsréttar segir að sakaferill Elvars og einbeittur brotavilji hafi verið virtir honum til refsiþyngingar. Til málsbóta horfði að hann hefði í nokkrum mæli játað sök. Þá var áréttað ævilöng ökuréttarsvipting og honum gert að sæta upptöku fíkniefna.
Sakaferill ákærða horfir heilt á litið til refsiþyngingar. Til málsbóta horfir að ákærði hefur í nokkrum mæli játað sök samkvæmt ákærum. Ákærði sýndi í verki einbeittan brotavilja og horfir það til refsiþyngingar. Elvari er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.189.075 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns, 1.077.823 krónur.