Komu að ökumanni sofandi við stýrið

Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur.
Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla kom að ökumanni sofandi við gatnamót í Hlíðunum á áttunda tímanum í morgun.

Ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur og við leit á honum fundust ólögleg lyf. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Um klukkustund síðar var tilkynnt um umferðarslys í Kópavogi. Töluvert eignatjón varð en minniháttar slys á fólki.

Lögregla segir að ökumaður hafi sjálfur ætlað á bráðamóttöku eftir áreksturinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert