Lilja hlaut nýsköpunarverðlaun

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vann til nýsköpunarverðlauna Dags íslenskrar …
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, vann til nýsköpunarverðlauna Dags íslenskrar tónlistar 2023. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hlaut nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar 2023 fyrir að beita sér fyrir stofnun Tónlistarmiðstöðvar Íslands.

Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur á fullveldisdaginn, þann 1. desember, á ári hverju. Með deginum sameinast aðildarfélög íslensks tónlistarfólks ásamt landsmönnum öllum við að efla veg íslenskrar tónlistar. Þeir sem þykir hafa staðið sig framúrskarandi í umfjöllun eða veitt íslenskri tónlist sérstakt atfylgi á síðustu misserum voru verðlaunaðir.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslensku tónlistarveðlaununum. Þar er greint frá því að menningar og viðskiptaráðherra hafi lagt árið 2022 fram drög að heildstæðum lögum um tónlist og fyrstu opinberu tónlistarstefnu Íslands og kjölfarið kynnt hugmyndir um stofnun
miðstöðvar. Miðstöðin var sett á laggirnar í ágúst.

„Tónlistarmiðstöðin er mikilvægur áfangi fyrir tónlist og tónlistarfólk hér á landi, verður
vafalaust einn af hornsteinum tónlistarlífs og -iðnaðar í nánustu framtíð og mögulega löngu
tímabær fyrir íslenska tónlist,“ segir í tilkynningunni.

Þau sem unnu til verðlauna á Degi íslenskrar tónlistar í …
Þau sem unnu til verðlauna á Degi íslenskrar tónlistar í ár. Ljósmynd/Aðsend

Glatkistan hlaut heiðursverðlaun

Umboðsskrifstofan Iceland Sync hlýtur útflutningsverðlaun dags íslenskrar tónlistar í samvinnu við Icelandair, fyrir að halda utan um hag íslensks tónlistarfólks og vera einnig í fararbroddi við að stofna til skapandi samstarfs meðal íslenskra og erlendra lagahöfunda í sérstökum vinnubúðum, segir í tilkynningunni.

Þá er einnig tekið fram að Glatkistan sé handhafi heiðursverðlauna Dags íslenskrar tónlistar 2023 fyrir að fjalla um íslenska tónlist og menningu af miklum metnaði og ástríðu um árabil. Glatkistan er ítarlegur vefur um íslenska tónlist sem spratt fram fyrir fáeinum árum og er að öllu leyti byggður á einkaframtaki Helga Jónssonar.

Helgi hefur skráð upplýsingar um fjöldann allan af íslensku tónlistarfólki, hljómsveitum, landsþekktum, heimsþekktum og lítt þekktum sem spila þó allar mikilvæga rullu í þróun íslenskrar dægurtónlistar.

Helgi Jónsson tók á móti heiðursverðlaunum sem hann hlaut fyrir …
Helgi Jónsson tók á móti heiðursverðlaunum sem hann hlaut fyrir vef sinn, Glatkistuna. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðhátíð og Korda Samfónía hlutu verðlaun

Korda Samfónía hlýtur hvatningarverðlaunin 2023 fyrir að nýta tónlist og miðla henni á skapandi máta til að efla fólk til frekari virkni í samfélaginu.

Í tilkynningunni segir að Korda Samfónía sé „óhefðbundnasta hljómsveit landsins“ þar sem saman koma hátt í 40 einstaklingar á aldrinum 20-70 ára á ólíkum stöðum í lífinu og með ólíkar sögur að baki með það að markmiði að vinna saman að sköpun nýrrar tónlistar.

Korda Samfónía vann til hvatningarverðlaunanna 2023 á degi Íslenskrar tónlistar.
Korda Samfónía vann til hvatningarverðlaunanna 2023 á degi Íslenskrar tónlistar. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hlýtur viðurkenningu sem ber nafnið Glugginn, fyrir að halda úti metnaðarfullri tónlistardagskrá árlega og að stofna til nýsköpunar í íslenskri tónlist í formi Þjóðhátíðarlags hvers árs.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hlaut veriðlaunin sem nefnast Glugginn.
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hlaut veriðlaunin sem nefnast Glugginn. Ljósmynd/Aðsend
Elín Hall tók nokkur lög á verðlaunaafhendingunni í Hörpu í …
Elín Hall tók nokkur lög á verðlaunaafhendingunni í Hörpu í dag. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert