Rafræn skilríki henta ekki öllum

Til stendur að hætta notkun Íslykilsins um áramótin
Til stendur að hætta notkun Íslykilsins um áramótin mbl.is/Rósa Braga

„Við höfum áhyggjur af þessu og höfum haft áhyggjur af afdrifum Íslykilsins um langa hríð vegna þess að þetta er auðkenning sem hefur hentað mörgum vel og ég veit svo sem ekki til þess að það hafi verið sérstakt vandamál að nota hann en þessi rafrænu auðkenni sem eiga að taka við, þar er um að ræða allt aðrar öryggiskröfur og þau eru mun flóknari í framkvæmd en Íslykillinn,“ segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ), spurður að því hvort samtökin hafi áhyggjur af því að brátt verði hætt að nota Íslykilinn til auðkenningar.

Segir Stefán rafrænu skilríkin þannig hönnuð að þau séu útilokandi fyrir mjög marga, meðal annars ýmsa hópa fatlaðs fólks.

„Eins og hefur verið í umræðunni þá eru margir sem einfaldlega fá ekki rafræn skilríki til afnota vegna fötlunar sinnar. Svo eru aðrir sem fá þau en ráða ekki við að nota þau af ýmsum ástæðum. Meðan svo er, og ekki er hægt að tryggja að fólk geti nýtt sér rafræn skilríki, þá verður að tryggja aðgang að þjónustu og réttindum með öðrum hætti.“

Um að ræða stórt vandamál

Tekur hann fram að um þetta gildi lög um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda.

„Þar er í raun og veru gert ráð fyrir því í sjöundu grein að ef gögn eru aðgengileg í pósthólfi teljast þau birt viðtakanda. Þannig að gögn, sem afhent eru með þessum stafræna hætti, sem krefst rafrænna skilríkja til að komast að, teljast vera móttekin þegar búið er að senda þau,“ segir Stefán og bætir við að þetta sé stórt vandamál.

Nánar er rætt við Stefán í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert