Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjaness í manndrápsmáli, sem átti sér stað á bílaplani við verslun Fjarðakaupa, til Landsréttar. Fjögur ungmenni voru dæmd í málinu.
Þorgils Þorgilsson, verjandi eins piltanna, staðfestir áfrýjunina í samtali við mbl.is en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Í byrjun nóvembers var átján ára piltur dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir manndráp í Hafnarfirði á bílastæði við verslunina Fjarðarkaup. Pólskur maður á þrítugsaldri lést í árásinni.
Tveir aðrir piltar, sem báðir eru undir átján ára aldri, hlutu tveggja ára dóm fyrir sinn þátt í árásinni, en brot þeirra flokkaðist undir vísvitandi líkamsárás.
Sautján ára gömul stúlka hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára fyrir brot á hjálparskyldu, en hún tók árásina upp.