Umferðarslys á Suðurlandsvegi

Umferð gengur hægt. Mynd úr safni.
Umferð gengur hægt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Umferðarslys varð fyrir stundu á Suðurlandsvegi nálægt Hádegismóum. Tafir á umferð hafa orðið vegna slyssins.

Slysið varð þeim megin við veginn þar sem keyrt er í suðurátt, frá höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að slysið sé líklegast minniháttar. Um tveggja bíla árekstur sé að ræða en ekki hafi þurft að flytja nokkurn með sjúkrabíl.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert