Vonast til að geta unnið í Svartengisvirkjun fljótlega

Framkvæmdir við varnargarðana í kringum Svartsengi ganga vel og eru …
Framkvæmdir við varnargarðana í kringum Svartsengi ganga vel og eru þeir nú samanlagt rúmlega fimm kílómetrar að lengd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir framkvæmdirnar í kringum tímabundna aftengingu flutningskerfis Svartsengis í gær hafa tekist vel til.

Hann segir Landsnet hafa viljað hækka háspennuna sem liggi um hraunið rétt frá Svartsengi til þess að draga úr líkum á því að skemmdir yrðu á línunni ef til hraunflæðis kæmi.

„Þetta var bara mjög vel gert,“ segir Tómas. „Við vorum með okkar eigin rafstöð og keyrðum hitaveituna alveg eins og venjulega fyrir allt svæðið og þetta gekk bara mjög vel.“

Fjarvinnan gengið vel

Tómas kveðst vonast til þess að starfsmenn Svartsengis fái að mæta til vinnu að nýju fljótlega, en bendir jafnframt á að fyrirtækið leggi áherslu á að fylgja fyrirmælum almannavarna og sérfræðinga. Hann segir rekstur Svartsengis hafa gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður undanfarnar vikur.

„Við vorum með umtalsverðar viðbragðsáætlanir, en auðvitað var þetta ekkert skemmtilegt. Fólk hefur bara verið að vinna í fjarvinnu og það hefur gengið mjög vel. Þetta hefur vissulega reynt mjög á fólkið en það hafa allir staðið rosalega vel saman í þessu og gengið hefur vel.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Frá framvkæmdasvæðinu í gær.
Frá framvkæmdasvæðinu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka