Fjórar árásir til rannsóknar hjá lögreglu

Lögreglan hefur fjórar árásir til rannsóknar eftir nóttina.
Lögreglan hefur fjórar árásir til rannsóknar eftir nóttina. mbl.is/Arnþór

Lögreglu var tilkynnt um fjórar árásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ein þeirra er sögð hafa verið alvarleg þar sem tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan fjögur.

Aðrir tveir eru grunaðir um líkamsárás í miðbænum sem er sögð hafa átt sér stað um hálftólfleytið í gærkvöldi.

Þá barst lögreglu tilkynning um líkamsárás fyrir utan krá í miðbænum rétt fyrir klukkan eitt. Fram kemur í dagbók lögreglu að málið sé í rannsókn.

Fjórða árásin er skráð á lögreglustöð tvö, sem sinnir verkefnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Tilkynnt var um þrjúleytið að maður hefði orðið fyrir árás. Málsatvik eru sögð óljós en málið sé í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert