Hafísinn færist æ nær Íslandi

Hafís færist nær Íslandsströndum.
Hafís færist nær Íslandsströndum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafís færist nær og nær Íslandi úr norðvestur átt við Vestfirði en hann mældist í 23 sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum klukkan 08:13 í morgun. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu rannsóknareiningu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá. 

Í færslunni segir að talsverð nýmyndun sé á svæðinu, en að þetta sé aðallega ís frá því í vetur. Þó geta leynst eldri og þykkari jakar og borgarís innan ísbreiðunnar. 

Tekið er fram að ekki er unnt að greina allan hafís með gervitunglamyndum, svo að sjófarendur þurfa að hafa varann á og að aðstæður geta breyst hratt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert