Hallast ekki lengur að gosi

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, ræðir við mbl.is um landrisið …
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, ræðir við mbl.is um landrisið sem mælist við Svartsengisvirkjun. Samsett mynd

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segist nú telja minni líkur en meiri á að atburðarásin á Reykjanesskaga leiði af sér eldgos.

„Ég er farinn að hallast meira og meira að því að þetta endi ekki í gosi,“ segir Þorvaldur.

„En maður er búinn að segja svo margt í þessu ferli,“ viðurkennir hann, en bendir á fleira máli sínu til stuðnings.

„Það er að draga úr landrisinu. Það var að rísa töluvert hratt fyrir um viku síðan en á sumum stöðum er landrisið hætt. Það hefur hægt á landrisinu við Svartsengi og þar með vonast maður til þess að þetta hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert