Á tólfta tímanum í dag barst tilkynning til lögreglunnar um innbrot í geymslur á Völlunum í Hafnarfirði.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekki er vitað hverju eða hvort einhverju var stolið úr geymslunum.
Þá var um svipað leyti tilkynnt úr þjófnað úr verslun í Kópavogi og var málið afgreitt á vettvangi.