Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk opnaði í dag. Þar má finna handverksmarkað, jólatrjáasölu, upplestur rithöfunda í Rjóðrinu og jólastemmningu.
Sönghópur úr Norðlingaskóla söng jólalög við opnun markaðarins og þá var jólamarkaðstréð einni opinberað en í ár er það skreytt af listamanninum Lilý Erlu Adamsdóttur.
Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur jólamarkaðinn en hann hann er opinn aðventuhelgarnar fram að jólum, frá klukkan 12 til 17.
Hvern laugardag verður hægt að hlýða á rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum, við varðeld. Í dag lásu þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir úr bókinni Úlfur og Ylfa. Á morgun les Embla Bachman, höfundur bókarinnar Stelpur stranglega bannaðar!