Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnaður

Á handverksmarkaðnum geta gestir keypt margskonar vandaðar handverksvörur.
Á handverksmarkaðnum geta gestir keypt margskonar vandaðar handverksvörur. mbl.is/Eyþór

Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk opnaði í dag. Þar má finna handverksmarkað, jólatrjáasölu, upplestur rithöfunda í Rjóðrinu og jólastemmningu.

Sönghópur úr Norðlingaskóla söng jólalög við opnun markaðarins og þá var jólamarkaðstréð einni opinberað en í ár er það skreytt af listamanninum Lilý Erlu Adamsdóttur.

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur jólamarkaðinn.
Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur jólamarkaðinn. mbl.is/Eyþór

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur jólamarkaðinn en hann hann er opinn aðventuhelgarnar fram að jólum, frá klukkan 12 til 17.

Hvern laugardag verður hægt að hlýða á rithöfunda lesa úr nýútkomnum bókum, við varðeld. Í dag lásu þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir úr bókinni Úlfur og Ylfa. Á morgun les Embla Bachman, höfundur bókarinnar Stelpur stranglega bannaðar!

Á markaðinum er hægt að kaupa nýristaðar möndlur, kaffi, kakó, …
Á markaðinum er hægt að kaupa nýristaðar möndlur, kaffi, kakó, mandarínur, kleinur og smákökur. mbl.is/Eyþór
Jólarjáasala er á markaðinum.
Jólarjáasala er á markaðinum. mbl.is/Eyþór
Frá markaðinum í dag.
Frá markaðinum í dag. mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert