Norðlæg átt og bjart með köflum

Fremur hæg norðlæg átt í dag og bjart með köflum.
Fremur hæg norðlæg átt í dag og bjart með köflum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðáttumikil hæð yfir Grænlandi stjórnar veðrinu þessa dagana. Fremur hæg norðlæg átt í dag og bjart með köflum, en þó eru líkur á stöku éljum á Norður- og Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 7 stig.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun, sunnudag, er svo útlit fyrir austlæga átt, golu eða kalda með snjókomu eða éljum á víð og dreif.

Eins gæti komið snjókomu bakki yfir Reykjanes seint á morgun og fram eftir kvöldi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert