Vél Icelandair snúið við

Flugvél Icelandair var snúið við vegna veðurs.
Flugvél Icelandair var snúið við vegna veðurs. mbl.is/Hörður Sveinsson

Flug­vél Icelanda­ir á leið til Munchen í Þýsklandi var snúið við vegna veðurs eft­ir að hafa lokið rúm­lega helm­ing af flug­ferð sinni.

Vél­in fór í loftið rétt fyr­ir klukk­an átta í morg­un og var hún stödd aust­an við Skot­land þegar henni var snúið við.

„Það eina sem við vit­um að svo stöddu er að vél­inni var snúið við vegna veðurs í Munchen. Við í Kefla­vík erum til­bú­in til þess að taka á móti henni,“ seg­ir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via í sam­tali við mbl.is.

Sam­kvæmt er­lend­um fréttamiðlum er mik­illi snjó­komu spáð í suður­hluta Þýska­lands í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert