Bíó Paradís hlaut Hvatningarverðlaunin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, verðlaunin. mbl.is/Arnþór

Bíó Paradís hlaut Hvatningarverðlauna ÖBÍ í ár. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. 

Í tilkynningu á vef ÖBÍ segir að Bíó Paradís hafi hlotið verðlaunin fyrir frumkvæði að aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa. 

„Ég er orðlaus. Ég bjóst innilega ekki við þessu,“ er haft eftir Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, sem tók við verðlaununum.

Gunnar Árnason, Kolbrún Karlsdóttir og Þórunn Eva G. Pálsdóttir voru einnig tilnefnd til verðlaunanna en þau fengu þau öll viðurkenningarskjal afhent auk blómvandar.

Verðlaunin voru veitt á athöfn í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, í …
Verðlaunin voru veitt á athöfn í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert