Maður stunginn í miðbæ Reykjavíkur

Maðurinn var að sögn lögreglu nokkuð særður.
Maðurinn var að sögn lögreglu nokkuð særður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur fyrr í dag. Hann var nokkuð særður að sögn lögreglu og færður á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn.

Fram kemur í dagbók lögreglu að nokkuð annasamt hafi verið hjá lögreglu á milli klukkan 5-17. Nokkur minni mál eins og aðstoð vegna ölvunar, minni umferðarmál, aðstoðarbeiðnir og fleiri voru meðal verkefna lögreglu.

Tilkynnt var um eld í bifreið í bílakjallara. Þegar lögregla kom að vettvangi var eigandi bifreiðarinnar búinn að slökkva eldinn en eigandinn hafði hlotið brunaáverka. Maðurinn var samstundis fluttur á slysadeild og er til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert