Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað umsókn um að mengað jarðefni verði geymt tímabundið á lóð við Sævarhöfða. Þar með snýr skipulagsfulltrúi við fyrri ákvörðun um að geymsla jarðefnis á lóðinni sé heimil.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 6. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um tímabundið starfsleyfi fyrir móttöku og geymslu á úrgangi til endurvinnslu á vegum malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. að Sævarhöfða 6-10 við Elliðaárvog. Óskað er eftir umsögn um hvort notkun lóðarinnar fyrir móttöku á úrgangi til endurvinnslu, til 1. janúar 2025, samræmist skipulagi.
Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Það var niðurstaða hans að taka neikvætt í erindið og samþykkti skipulagsfulltrúi þá niðurstöðu. „Samræmist ekki Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Skipulagsvinna er í vinnslu fyrir þróunar- og uppbyggingarsvæði Elliðaárvog/Ártúnshöfða – svæði 2 og einnig er skipulagsvinna í gangi fyrir þróunarás borgarlína, lota 1,“ segir í umsögn verkefnastjórans.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í gær, laugardag.