Rekstraraðilar eiga að láta vita

Í Bríetartúni 9-11 er rekin umtalsverð gististarfsemi
Í Bríetartúni 9-11 er rekin umtalsverð gististarfsemi mbl.is/Arnþór

Það er á ábyrgð rekstraraðila sjálfra að láta Reykjavíkurborg vita hvort gististarfsemi sé rekin í íbúðarhúsnæði sem og að sækja um leyfi fyrir slíku til sýslumanns. Engin sjálfvirk skráning eða breyting verður á skattflokkun fasteignaskatta á milli sýslumanns og sveitarfélaga.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvernig háttað sé flokkun fastgeignagjalda íbúðarhúsnæðis þegar þannig háttar til að gististarfsemi sé rekin þar og húsnæðið ætti þar með að falla í C-flokk fasteignagjalda sem er um þrefalt hærri skattflokkur en þegar um íbúðarhúsnæði er að ræða sem fellur jafnan í A-flokk.

Tilefni fyrirspurnarinnar er að íbúðir í Bríetartúni 9 og 11 sem leigðar eru ferðamönnum eru skilgreindar í fasteignaskattflokk A en ekki C.

Segir í svarinu að Reykjavíkurborg búi ekki yfir upplýsingum um framangreint fyrr en en rekstraraðili hefur tilkynnt um það sérstaklega með tilheyrandi gögnum.

„Það er því aðeins þegar tilkynning berst frá rekstraraðila um slíka starfsemi sem hægt er að breyta skattflokkum fasteigna,“ segir þar.

Einnig kemur fram í svari borgarinnar að álagning fasteignagjalda fari fram skv. upplýsingum úr álagningarkerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, en fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leggi á samkvæmt þeim upplýsingum sem berast úr álagningarkerfinu.

Verði breyting á notkun fasteigna, frá upphaflegri skráningu, sé á forræði eiganda fasteignar annars vegar að sækja um leyfi til sýslumanns til þeirrar starfsemi sem leiðir til breyttrar notkunar og hins vegar að láta skrá réttan skattflokk miðað við útgefið rekstrarleyfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert