Svartsengi færðist til um heilan metra

Svartsengi.
Svartsengi. mbl.is/Eyþór

Land víða á Reykja­nesskag­an­um hef­ur í jarðskjálftun­um þar að und­an­förnu færst til svo veru­legu mun­ar í sum­um til­vik­um. Mest er þetta við Grinda­vík og þar í kring. Til dæm­is hef­ur Svartsengi, þar sem eru orku­ver og baðlón, færst um rétt­an heil­an metra, eða 100 cm, til vest­urs, og 25 cm til norðurs. Þetta sýna mæl­ing­ar sem Land­mæl­ing­ar Íslands hafa fengið og greint.

Hinn ör­laga­ríka föstu­dag 10. nóv­em­ber, þegar Grinda­vík­ur­bær var rýmd­ur, seig jörð við Svartsengi um 35 cm, en hef­ur síðan þá risið um 25 cm.

Þá hef­ur GPS-stöð við Festar­fjall, mæl­inga­punkt sem er nokkuð fyr­ir aust­an Grinda­vík, færst um 60 cm til aust­urs og 40 cm til suðurs og hef­ur risið um 12 cm.

Sömu­leiðis hef­ur staður­inn sem GPS-stöð við Grinda­vík er á, það er ofan á kviku­gang­in­um í gegn­um bæ­inn, færst um 30 cm til aust­urs.

Þann 10. nóv­em­ber seig jörð á um­rædd­um stað um 100 cm og síðan hafa 20 cm bæst við. Um­brot­um þess­um má ann­ars lýsa með ýmsu móti, en kannski er þetta helst lík­ast því að hoppað sé á trampólín­dýnu.

Rætt er við Guðmund Þór Vals­son, fag­stjóra hjá Land­mæl­ing­um Íslands, í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert