Tilkynningin barst frá bráðamóttökunni

Lögreglan fékk tilkynningu um málið upp úr klukkan 6 þegar …
Lögreglan fékk tilkynningu um málið upp úr klukkan 6 þegar maðurinn var þegar kominn upp á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Árni Sæberg

Maðurinn sem var stunginn í miðbæ Reykjavíkur í morgun er rúmlega tvítugur.

Þetta staðfestir Agnes Eide Kristínardóttir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Rannsókn á fyrstu stigum

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi fengið tilkynningu um málið upp úr klukkan 6 þegar maðurinn var þegar kominn upp á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Grímur segir að rannsókn málsins sé á fyrstu stigum en ekki er búið að handtaka neinn í tengslum við málið. Búið er að taka skýrslu af manninum sem var stunginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert