150 jarðskjálftar frá miðnætti

150 skjálftar hafa mælst frá miðnætti í nótt.
150 skjálftar hafa mælst frá miðnætti í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

150 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti í nótt á Reykjanesskaga, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Rúmlega 500 skjálftar mældust í gær í kvikuganginum og mældist sá stærsti 1,9 stig. 

Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftakort Veðurstofu Íslands. Kort/Veðurstofa Íslands

Í samtali við mbl.is segir Bjarki stærð skjálftanna minni en áður en að þeim hafi ekki fækkað mjög.

„Flestir skjálftanna bæði í gær og í dag eru pinkulitlir, undir 1 á stærð eins og er búið að vera síðan í síðustu viku,“ segir Bjarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert