Atvinnulífið greiðir meira í skatt

Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Álögð gjöld lögaðila fyrir rekstrarárið 2022 námu samtals tæpum 283 milljörðum króna en gjaldskyld félög voru 52.059 talsins.

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir fjármálageirann vera þá atvinnugrein sem skilar hæstu hlutfalli tekjuskatts lögaðila, og það þrátt fyrir að þar starfi aðeins 4% allra launþega á almennum vinnumarkaði. Greiddu fjármála- og vátryggingarfyrirtæki alls um 50 milljarða króna í beina skatta á síðasta ári.

Skafti Harðarson, hjá Samtökum skattgreiðenda, segir skattgreiðslur lögaðila fara hækkandi og að stjórnmálamenn virðist eiga erfitt með að skilja hvernig skattlagning getur ýmist hvatt til eða dregið úr verðmætasköpun. Hann hefur áhyggjur af að í stað þess að lækka álögur á atvinnulífið fari stjórnvöld æ oftar þá leið að útdeila styrkjum, niðurgreiðslum
og undanþágum til starfsemi sem er stjórnmálastéttinni þóknanleg. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert