Eldur kviknaði í fólksbíl undir brú við Elliðaárnar upp úr miðnætti.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn á ferð þegar eldurinn kviknaði en fólk sem var þar inni náði að koma sér þaðan út í tæka tíð.
Eldurinn kviknaði undir húddi bílsins.
Slökkviliðið kom á staðinn og setti stórt teppi yfir bílinn til að kæfa mesta eldinn. Afgangurinn var slökktur á hefðbundinn hátt.