Enginn verið handtekinn vegna hnífstunguárásar

Maðurinn sem var stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í …
Maðurinn sem var stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn hefur verið handtekinn vegna hnífstunguárásar sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Málið er enn í rannsókn hjá okkur og það hefur enginn verið handtekinn,“ segir Elín en sá sem var stunginn er 20 ára gamall og leitaði hann sjálfur á bráðamóttöku Landspítalans.

Hann reyndist ekki alvarlega særður og hefur verið útskrifaður af spítalanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert