Kona var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa þegið styrk til bílakaupa upp á 360 þúsund krónur. Bíllinn var hins vegar aldrei keyptur og var hún því kærð fyrir fjársvik.
Konan tók ekki til varnar í málinu og mætti ekki til að taka afstöðu til sakargifta. Af þeim sökum var álitið að hún viðurkenndi sekt sína í málinu.
Konan hefur áður hlotið dóm fyrir auðgunarbrot og rauf hún skilorð. Héraðsdómur dæmdi hana í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Þá var hún dæmd til þess að greiða verjanda sínum ríflega 150 þúsund krónur í málskostnað