Fimm sækja um stöðu rektors HA

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Fimm sóttu um stöðu rektors Háskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út 23. nóvember og verður skipað í embættið til fimm ára. Upphaf starfstíma er 1. júlí á næsta ári, að því er segir í tilkynningu á vef skólans.

Á meðal umsækjenda eru dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Bates College í Lewiston í Maine, og dr. Brynjar Karlsson, forseti heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Einnig sóttu um starfið dr. Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi og dr. Sigurður Ragnarsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Rektor Háskólans á Bifröst, Margrét Njarðvík, er loks einnig á meðal umsækjendanna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert