Gjörbreytt staða í pakkasöfnuninni

Sannkallað pakkaflóð er nú raunin við jólatréð í Kringlunni.
Sannkallað pakkaflóð er nú raunin við jólatréð í Kringlunni. mbl.is/Arnþór

„Þetta er alveg meiri háttar að sjá,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar í samtali við Morgunblaðið.

Landsmenn brugðust við frétt Morgunblaðsins á laugardag þar sem greint var frá því að jólagjafasöfnun Kringlunnar færi hræðilega af stað. Mikill kippur kom í söfnunina í kjölfarið.

mbl.is/Arnþór

Samhliða fjölgun pakka undir jólatrénu í Kringlunni bárust rúmlega 400 framlög verslunarmiðstöðinni í gegnum vefsíðu hennar yfir helgina.

„Það skiptir allt máli,“ segir Baldvina. „Nú brosir maður bara hringinn og hlakkar til að taka samtal við góðgerðarfélögin sem við vinnum með.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert