Hættumatskort enn í gildi

Hættumat­skort sem Veður­stof­an gaf út 22. nóv­em­ber er enn í gildi.

Lok­an­ir eru áfram á Grinda­vík­ur­vegi, Suður­strand­ar­vegi og á Nes­vegi. Leiðin inn og út úr Grinda­vík er sem fyrr um Suður­strand­ar­veg og Nes­veg. Grinda­vík­ur­veg­ur verður áfram lokaður fyr­ir al­menna um­ferð, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um.

Opið verður fyr­ir íbúa frá kl. 7 á morgn­ana til kl. 17 síðdeg­is. Fyr­ir­tæki geta hafið starf­semi kl. 7 en þurfa að hætta starf­semi kl. 21. 

Fyr­ir­tæki geta hafið rekst­ur þar sem lagna­kerfi eru í lagi en unnið er að því að koma þess­um kerf­um í lag. 

Til at­hug­un­ar fyr­ir þá sem fara inn í bæ­inn:

  • Íbúar í Grinda­vík þurfa ekki að skrá sig til að kom­ast inn í bæ­inn. Bíl­ar eru tald­ir inn og út af svæðinu.
  • Grinda­vík er lokuð fyr­ir öll­um öðrum en íbú­um bæj­ar­ins, starfs­mönn­um fyr­ir­tækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa.
  • Mælst er til þess að fólk komi á eig­in bíl­um. Ekki er æski­legt að börn séu tek­in með en sprung­ur geta reynst viðsjár­verðar.
  • Frá­rennslislagn­ir liggja und­ir skemmd­um og renn­andi vatn er af skorn­um skammti þannig að víða er ekki hægt að nota sal­erni í hús­um.
  • Mælt er með að fólk komi með vatn og nesti fyr­ir dag­inn.
  • Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa sam­band við viðbragðsaðila í Grinda­vík.
  • Mik­il­vægt er að þeir sem fara til Grinda­vík­ur fylgi ávallt til­mæl­um viðbragðsaðila.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert