Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir bann við sölu á sígarettum með einkennandi mentólbragði órökstutt, auk þess sem lýðheilsuaðgerðin hafi ekkert að gera með tilgang frumvarpsins um að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna.
Frumvarp um breytingu á lögum um tóbaksvarnir gekk til velferðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag.
Hildur var meðal þeirra sem tók til máls en hún sat hjá í atkvæðagreiðslu. Hún sagðir þó vera ánægð með þær breytingar sem höfðu verið gerðar á frumvarpinu frá því í fyrstu umræðu þess á þinginu.
Meðal þessara breytingar var lengri aðlögunartími á banni við sölu sígaretta með mentólbragði. Er það mat Hildar að þessi sýndar lýðheilsuaðgerð hafi ekkert með tilgang frumvarpsins að gera, sem er að stemma stigu við tóbaksnotkun ungmenna. Þrátt fyrir það sagði hún markmið frumvarpsins frábært, þó tilgangurinn væri óljós.
„Um leið og ég biðst, fyrir hönd Alþingis, afsökunar gagnvart vinkonum mínum í saumaklúbbum landsins og allra djamm reykingarmanna, langar mig að segja við þau hamstrið mentól sígaretturnar ykkar næstu fjögur ár,“ sagði Hildur og bætti við:
„Þær ku geymast ágætlega í frysti.“