Í kirkjuna eftir Kastljóssviðtal

Einar Þorsteinsson.
Einar Þorsteinsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðbrögð Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, í viðtali sem Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri í Reykjavík tók við hana á sínum tíma sem umsjónarmaður Kastljóss á RÚV, réðu því að hann skráði sig aftur í þjóðkirkjuna sem hann hafði áður yfirgefið.

Frá þessu sagði Einar í ávarpi á aðventustund í Bústaðakirkju í gær. Ýmis álitamál hefðu verið uppi sem Einari þótti ekki rétt brugðist við. Þegar sr. Agnes hefði svo komið og beðið samfélag hinsegin fólks afsökunar á því sem gerðist hefði hann fundið aftur að þjóðkirkjan væri fyrir hann. Biskup hefði sýnt að kirkjan stæði öllum opin. Að kærleikurinn sigraði allt.

Einar gerði velferðarmál í víðri merkingu að umtalsefni og greindi frá því að gripið hefði verið til ráðstafana í skólum borgarinnar til þess að mæta aðstæðum og þörfum barna frá stríðshrjáðum löndum: Úkraínu, Ísrael og Palestínu. Fjöldi barna frá þessum löndum væri í skólum Reykjavíkur og þau heyrðu reglulega fréttir af því að jafnaldrar þeirra féllu í átökum. Þessum börnum sem nú búa á Íslandi þurfi að standa þétt með og veita þann stuðning sem þörf er á. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert