Jólagjöf ársins 2023

Jólagjöf ársins í ár verður seint pökkuð inn.
Jólagjöf ársins í ár verður seint pökkuð inn. mbl.is/Colourbox

Hart er sótt að neysluhyggjunni þessi jól ef marka má val Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) á jólagjöf ársins, en samverustund er jólagjöf ársins 2023. 

RSV gerði könnun á meðal Íslendinga þar sem fólk var spurt hvað það vildi í jólagjöf. Þá kom í ljós að samverustund og/eða upplifanir væru eftirsóttur valkostur. 

Heimsókn til afa og ömmu

Þá kemur fram í tilkynningu að sjö manna jólanefnd RSV kom saman í síðustu viku og komst að þeirri niðurstöðu að samverustund átti vel við tíðarandann í íslensku samfélagi núna.

Enn fremur segir í tilkynningu að samverustund geti þýtt svo margt, hvort sem að það er gjafabréf í bíó eða gjafabréf út að borða þá getur það einnig þýtt klukkutíma tiltektarheimsókn til afa og ömmu. 

RSV hefur valið jólagjöf ársins frá árinu 2006, en það árið var ávaxta- og grænmetispressa fyrir valinu. 

Árið 2022 voru íslenskar bækur og spil fyrir valinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert