Kólna tekur norðan- og austanlands þegar líða fer á vikuna, en á sama tíma fer hiti rétt undir frostmark við suðurströndina.
Þegar líða tekur á vikuna má búast við frosti að 10 stigum norðan- og austanlands.
Þá verða austlægar áttir næstu daga og smá strengur með suðurströndinni, þó ekki meira en 10-15 metrar á sekúndu, segir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Er þetta vegna sterkrar hæðar sem liggur yfir Grænlandi en þar sem lægðirnar fara langt suður af landinu, herja þær í staðinn á Bretlandseyjar.
Stundum koma þessar lægðir þó aðeins nær landinu og þá getur orðið strengur syðst á landinu.