Mótmæla áherslum í fjárhagsáætlun

Frá sameiginlegum fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í …
Frá sameiginlegum fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í vor. Ljósmynd/Aðsend

Ungmennaráð Hafnarfjarðar lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árin 2024 til 2027.

Ungmennaráð hefur farið yfir fjárhagsáætlunina og lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með boðaðar hagræðingaraðgerðir og svikin loforð þegar kemur að eflingu ungmennaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ungmennaráðinu en fjárhagsáætlun verður tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn í dag og verður í kjölfarið borin upp til samþykktar.

„Það sést enginn breyting í valdeflingu ungmennaráðs og svo til að bæta í bálið er von á umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Hafnarfjarðarbær státar sig af því að vera með flotta og öfluga skóla þar sem gott og gilt starf fer fram á hverjum degi. Samkvæmt nýlegri fjárhagsáætlun þarf Hafnarfjörður þó að draga saman en frá og með næsta hausti munu nemendur í grunnskóla þurfa að koma með sín eigin námsgögn (þó að frátöldum öllum pappír) sjálf,“ segir í tilkynningunni.

Skólamatur hækkað

„Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs Skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709," segir einnig í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert