Sama gerst í Mývatnssveit og á Þingvöllum

Frá Grindavík
Frá Grindavík mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara sprunga og svo hrynur ofan í sprunguna,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um holurnar í Grindavík.

Hann segir holurnar sem hafa myndast eðlilegar afleiðingar af jarðhræringunum. Dýpstu holurnar hafa mælst allt að tuttugu metra djúpar, að sögn Ármanns. „Þetta er allt venjulegt.“

„Þetta [skurðurinn] er að opnast alveg, en svo eru einhver svæði sem opnast ekki og svo hrynur það ofan í og þá myndast holurnar.“

Aðspurður segir hann þetta vera dæmigerðar holur sem myndast þegar jörðin gliðnar. Nefnir hann sem dæmi að sama sé uppi á teningnum í Mývatnssveit og á Þingvöllum. Það sem sé öðruvísi við þetta sé að holurnar eru í byggð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert